Ólympískar lyftingar í functional fitness. 9. Júní Kl.13:30
Ólympískar lyftingar samhliða functional fitness.

Ólympískar lyftingar eru námskeið sem ég hef hannað og kennt fyrir líkamsræktarstöðvar og íþróttafélög víðsvegar um landið með það að markmiði að einstaklingar séu að nýta sér þessar æfingar sem hluti af styrktarþjálfun sinni en ekki endilega sem íþróttagrein ein og sér. Námskeiðið er bæði fyrir byrjendur og lengra komna þar sem lögð er áhersla á að einstaklingar læri og nái tökum á tækni og mikilvægum undirstöðuatriðum Ólympískra lyftinga, sem skiptast í jafnhendingu (clean & jerk) og snörun (snatch). 

Á námskeiðinu legg ég mikla áherslu á vandaða leiðsögn og mikilvægi þess að kennslan sé skipulögð á skemmtilegan og fjölbreyttan hátt. Það er mín trú að Ólympískar lyftingar séu mjög góð hreyfing fyrir almennt hreysti einstaklinga vegna þess hversu fjölbreyttar og kröftugar æfingarnar eru fyrir allan helstu vöðvahópa líkamans. 

Praktískir hlutir

  • Námskeiðið er 2 klukkustundir
  • Skiptist niður í snatch og clean & jerk.  
  • Mikilvægt er að koma vel nærður.
  • Mæta í hefðbundnum æfingarfatnaði.
  • Gott er að hafa síma eða ipad með sér þar sem ég mun fara yfir lyfturnar ykkar eftirá í video formi og gefa ykkur frekar leiðsögn með tækniatriði sem mætti betur fara.
Dagsetning og tími
Sunday June 09, 2024
1:30 PM 3:30 PM (Atlantic/Reykjavik)
Staðsetning

FMtraining

Skógarhlið 10
Reykjavík 105
Iceland
daniel@fmtraining.is
Staðsetning
Organizer

Daníel Þórðarson

daniel@fmtraining.is