FM60+ Námskeið

Einstaklingsmiðuð þjálfun fyrir karla 60 ára og eldri. 


Einstaklingsmiðuð þjálfun í minni hóp er frábær valkostur fyrir karla sem vilja fá góða leiðsögn en einnig njóta félagslegra samverustunda við æfingar. 

FM60+ er námskeið sem ég hef sérhannað og kennt fyrir karla sem eru komnir á seinni hluta æviskeiðsins en vilja halda sér hraustum og njóta þess að vera í góðu líkamlegu formi. Um er að ræða einstaklingsmiðaða líkamsrækt þar sem 8-10 manns æfa saman undir leiðsögn þjálfara þar sem uppsetning æfinga er miðað út frá að hámarka árangur hvers einstaklings út frá hans þörfum. 

Á námskeiðinu er unnið út frá hugmyndafræði functional movement eða hagnýt þjálfun eins og það er kallað á íslensku en enska heitið er almennt þekktara. Hugmyndafræðin á bak við uppsetningu þjálfunarinnar er að leggja áhersla á að undirbúa líkamann fyrir raunverulegar hreyfingar og athafnir í daglegu lífi. Það er að segja að þjálfa vöðvana til að vinna saman og undirbúa þá fyrir dagleg verkefni með því að líkja eftir algengum hreyfingum sem þú gætir verið að framkvæma heima fyrir, í vinnunni eða í annarri hreyfingu eða útivist.  

Námskeiðið er bæði fyrir byrjendur og lengra komna þar sem lögð er áhersla á að einstaklingar læri og nái góðum tökum á tækni og réttri líkamsbeitingu við gerð æfinganna. Fyrir þá sem eru að byrja er þetta góð leið til að tryggja góða leiðsögn við kunnáttu í tæknilegum æfingum, það er að segja að æfingar séu framkvæmdar rétt og settar saman á þann hátt að þjálfunin skili sem bestum árangri.

Á námskeiðinu legg ég mikla áherslu á vandaða leiðsögn og mikilvægi þess að kennslan sé skipulögð á skemmtilegan og fjölbreyttan hátt. 

Undanfarin ár hafa verið gerðar fjölmargar rannsóknir sem sýnt hafa að með skipulögðum styrktar- og ákefðaræfingum hjá einstaklingum um miðjan aldur er hægt að sporna við beinþynningu og draga úr áhættu á hjarta- og æðasjúkdómum. Þessar rannsóknir hafa einnig sýnt fram á að með því að bæti inn styrktar- og þolþjálfun í vikulega rútínu einstaklinga er hægt að bæta lífsgæði og auka afkastagetu líkamans til muna á eldri árum.  


SKRÁ MIG Á NÁMSKEIР


Tímasetningar námskeiða


Námskeiðið er sett upp sem ein önn í senn eða sem hér segir: 
  • Haustönn - 03.okt til 31.des 
  • Vorönn - 2.jan til 31.maí 
Þrjú námskeið eru í boði á eftirfarandi tímum: 
  • Þriðjudögum & fimmtudögum kl. 10:00-10:50
  • Þriðjudögum og fimmtudögum kl. 16:10-17:00 - UPPSELT

Verð og greiðslufyrirkomulag


  • Verð á námskeiðinu er 19.900kr á mánuði og binditíminn ein önn. 
  • Við skráningu er gengið frá áskriftarsamkomulagi og greiðsluseðill sendur í heimabankann hver mánaðarmót.