Handbolti Hraði & Styrkur

Sérhannað styrktarnámskeið fyrir unglinga sem æfa handbolta & eru að hefja styrktarþjálfun samhliða æfingum sínum. 


"Ef við leggjum aðeins áherslu á að spila leikinn náum við aldrei að hámarka mögulega þróun og framfarir leikmanna til fulls. Þessvegna er mikilvægt við unglingsaldur að bæta við styrktar-, snerpu og þolæfingum til að tryggja að við náum að hámarka árangur þeirra í íþróttinni ásamt því að undirbúa þá fyrir kröfur leiksins á hæsta erfiðleikastigu"Ian Jeffreys"

Á þessu námskeiði er lögð áhersla á að byggja upp þekkingu og grunnfærni í styrktarþjálfun. Námskeiðið er hugsað fyrir unglinga á aldrinum X- X sem hafa áhuga og viljan til að leggja á sig auka æfingarnar í formi styrktar- og snerpuæfinga. Það getur verið mikið stökk af færast úr eldri flokkum yngri flokka yfir í meistaraflokk en með því að bæta þessum æfingum inn í sína æfingarrútínu áður en kemur að því skrefi auka þau líkurnar á að vera líkamlega tilbúin þegar að því kemur. Einnig getur námskeiðið verið mjög góður grunnur fyrir þessa einstaklinga að almennu hreysti fyrir framtíðina.  

Á námskeiðinu er unnið er út frá hugmyndafræði funtional movement eða hagnýt þjálfun eins og það er kallað á íslensku en enska heitið er almennt þekkara. Hugmyndafræðin á bak við uppsetningu þjálfunarinnar er að leggja áhersla á að undirbúa líkamann fyrir raunverulegar hreyfingar og athafnir sem eiga sér stað í daglegu lífi en á þessu námskeiði er sett sérstök áhersla á hreyfingar sem eiga sér stað inni á handboltavellinum. Þar að segja að þjálfa vöðvana til að vinna saman og undirbúa þá fyrir áskoranir sem tengjast leiknum, með því að líkja eftir algengum hreyfingum og styrkja þá lykilþætti sem snúa að líkamlegum styrkleikum sem auka hæfni leikmanna inni á vellinum.   


Námskeiðið er bæði fyrir byrjendur og lengra komna þar sem lögð er áhersla á að einstaklingar læri og nái góðum tökum á tækni og réttri líkamsbeitingu við gerð æfinganna. Fyrir þá sem eru að byrja er þetta góð leið til að tryggja góða leiðsögn við kunáttu í tæknilegum æfingum, þar að segja að æfingar séu framkvæmdar rétt og settar saman á þann hátt að þjálfunin skili sem bestum árangri.

Á námskeiðinu legg ég mikla áherslu á vandaða leiðsögn og mikilvægi þess að kennslan sé skipulögð á skemmtilegan og fjölbreyttan hátt. Ef lögð er áhersla á að styrkja lykilþætti líkamlegs atgervis sem eintaklingar þurfa að búa yfir sem góðir leikmenn strax frá upphafi getur það minnkað töluvert líkurnar á meiðslum ásamt því að stuðla að því að einstaklingurinn verði sterkari og snarpari leikmaður.


SENDA FYRIRSPURN UM NÁMSKEIР


Kennslufyrirkomulag


Námskeiðið er sett upp sem einn kennsludagur og fjarþjálfun.



Verð