Fyrirtækjaþjálfun
Undanfarin ár hef ég tekið að mér hópaþjálfun fyrir fyrirtæki sem vilja bjóða upp á opna tíma fyrir starfsfólk sitt í líkamsrækt á vinnutíma.
Hefur þetta fyrirkomulag reynst einstaklega vel og mikil ánægja verið meðal starfsfólks með framlag fyrirtækisins að bjóða upp á þennan valkost á vinnutíma og eins æfingarnar skemmtilegar og gaman að stunda þær í góðra vina hópi.
Er það álit þeirra stjórnenda sem hafa unnið með mér í þessum verkefnum að þessi valkostur hafi einnig haft jákvæð áhrif inn í vinnuumhverfið og ýti undir heilsusamlegan lífsstíl starfsfólks almennt.
Unnið er út frá hugmyndafræði funtional movement eða hagnýt þjálfun eins og það er kallað á íslensku en enska heitið er almennt þekkara. Hugmyndafræðin á bak við uppsetningu þjálfunarinnar er að leggja áhersla á að undirbúa líkamann fyrir raunverulegar hreyfingar og athafnir í daglegu lífi. Þar að segja að þjálfa vöðvana til að vinna saman og undirbúa þá fyrir dagleg verkefni með því að líkja eftir algengum hreyfingum sem þú gætir gert heima, í vinnunni eða í íþróttum.
Ef þú hefur áhuga á að skoða þennan valmöguleika fyrir þinn vinnustað endilega sendum mér fyrirspurn með því að smella á hnappinn hér að neðan.

Umsagnir

Sinfóníuhljómsveit Íslands
Founder and chief visionary, Tony is the driving force behind the company. He loves to keep his hands full by participating in the development of the software, marketing, and customer experience strategies.