Einkatímar
Um er að ræða einstaklingsmiðaða líkamsrækt undir leiðsögn þjálfara þar sem uppsetning æfinga er miðuð út frá að hámarka árangur einstaklingsins út frá hans þörfum.
Einkaþjálfun er frábær valkostur og hentar öllum, bæði þeim sem eru að hefja hreyfingu og hinum sem eru lengra komnir. Fyrir þá sem eru að byrja hreyfingu er einkaþjálfun góð leið til að tryggja leiðsögn við tæknilega kunnáttu í æfingum, að æfingar séu framkvæmdar rétt og settar saman á þann hátt að þjálfunin skili sem bestum árangri.

Verð og kennslufyrirkomulag
Æft er tvisvar sinnum í viku undir leiðsögn þjálfara og einstaklingar geta svo verið í annarri hreyfingu samhliða ef þeir kjósa að æfa meira.
Binditími fyrir einkaþjálfun er að lágmarki tveir mánuður í senn. Gengið er frá áskriftasamning við upphaf skráningar og greiðsluseðill sendur hver mánaðarmót. Segja þarf upp samningi með tveggja vikna fyrirvara.