​Framtíðar Strákar


Um er að ræða námskeið fyrir stráka á aldrinum 13-15 ára. Námskeiðið er sett upp sem 3 klst staðnámskeið ásamt því að þátttakendur fá aðgang að 4 vikna fjarþjálfun. Staðnámskeiðið mun fara fram aðstöðu Afreks funtional fitness, Skógarhlíð 10.

Á staðnámskeiðinu er farið ítarlega yfir öll helstu grunnatriði styrktarþjálfunar og tækni í lyftingum. Að loknu staðnámskeiði fá þátttakendur aðgengi að 4 vikna fjarþjálfun. Á meðan á fjarþjálfuninni stendur hittir þjálfari þátttakendur í lok hverrar viku á fjarfundi þar sem farið er yfir vikuna, deilt reynslu og gefin endurgjöf.

Þjálfari námskeiðsins er Daníel Þórðarson, nánari upplýingar um hann hérna. 

Eins verður þátttakendum skipt upp í tvo hópa til að mæta áherslum þeirra sem allra best:

     Hópur 1 – fyrir þátttakendur sem eru í reglulegum æfingum í sinni íþrótt og vilja bæta við sig styrktarþjálfun.

     Hópur 2 – fyrir þátttakendur sem eru að horfa á að æfa lyftingar sem áhugmál eða aðalíþrótt.


Gjafabréf á jólatilboði til 24.des


Námskeiðin verða haldin einu sinni í mánuði á vorönn 2024 (eða frá janúar til maí). Tímasetningar verða auglýstar í byrjun janúar 2024. 

Með kaupum á gjafabréf tryggir þú handhafi gjafabréfsins forskráninguarrétti á þau námskeið sem í boði verða á önninni. Handhafi gjafarbréfsins er þá á skráður á forskráningarlista og getur sjálfur valið að skrá sig á það námskeið sem hentar honum sem best þegar dagsetningar námskeiðanna verða sendar út í byrjun janúar.

Verð:
  • Jólatilboð í formi gjafabréfs - 14.900kr - gildir til 24.des 2023
  • Hefðbundið verð 19.500kr