Oly lyftingar í funtional movement
Námskeið fyrir líkamsræktarstöðvar og íþróttafélög/hópa.
Ég hefur stundað og þjálfað Ólympískar lyftingar í meira en áratug og hef aflað mér mikillar þekkingar á þessu sviði.
Ólympískar lyftingar eru námskeið sem ég hef hannað og kennt fyrir líkamsræktarstöðvar og íþróttafélög víðsvegar um landið með það að markmiði að einstaklingar séu að nýta sér þessar æfingar sem hluti af styrktarþjálfun sinni en ekki endilega sem íþróttagrein ein og sér. Námskeiðið er bæði fyrir byrjendur og lengra komna þar sem lögð er áhersla á að einstaklingar læri og nái tökum á tækni og mikilvægum undirstöðuatriðum Ólympískra lyftinga, sem skiptast í jafnhendingu (clean & jerk) og snörun (snatch).
Á námskeiðinu legg ég mikla áherslu á vandaða leiðsögn og mikilvægi þess að kennslan sé skipulögð á skemmtilegan og fjölbreyttan hátt. Það er mín trú að Ólympískar lyftingar séu mjög góð hreyfing fyrir almennt hreysti einstaklinga vegna þess hversu fjölbreyttar og kröftugar æfingarnar eru fyrir allan helstu vöðvahópa líkamans.

Það er einnig gríðarlega mikilvægt að einstaklingar sem eru að að vinna með þessar æfingar inni í sinni reglulegu hreyfingu séu með góðan skilning á undirstöðuatriðum æfinganna. Sérstaklega vegna þess hversu tæknilega flóknar þessar hreyfingar eru. Þá er mikilvægt að réttri tækni sé beitt frá byrjun og jafnt og þétt byggt ofan á þann grunn. Góð undirstaða leggur því grunn að bættum árangri og minnkar líkur á meiðslum — hvort sem stefnt er á bætingu á almennu hreysti eða á keppni í framtíðinni.
Á námskeiðinu er farið í gegnum helstu atriði sem gott er að tileinka sér í uppbyggingu á góðum stíl í Ólympískum lyftingum. Hvað er mikilvægt að hafa í huga og hvernig er best að framkvæma æfingar til að ná árangri á skilvirkan hátt.

Kennslufyrirkomulag
Námskeiðið er kennt sem einn kennsludagur eða 3 klst í senn
- Hámarksfjöldi þátttakenda á hverju námskeið er 12 einstaklingar