Hvað stendur FMtraining fyrir?

Ástríða og metnaður fyrir að aðstoða einstaklinga við að ná markmiðum sínum!


Hér fyrir neðan getið þið kynnt ykkur frekar bakgrunn þjálfara og hugmyndafræðina á bak við funtional movement training og afhverju hún er einstaklega vænlegur kostur fyrir einstaklinga sem eru að leita sér að fjölbreyttri þjálfun sem stuðlar að almennu hreysti og heilbrigði. 



Um þjálfara 

Daníel Þórðarson

Minn tilgangur og helsta gleði hefur ávallt legið í því að upplifa að ég geti með einhverju móti aðstoðað einstaklinga við að ná markmiðum sínum og árangri í því sem þeir taka sér fyrir hendur. Það er svo mögnuð tilfinning að sjá blikkið í augum einstaklinga þegar þeir vinna litlu sigranna og sjálfstraust þeirra styrkist í leiðinni. Þegar ég náði að tengja tilgang minn við mitt helsta áhugamáli heilsu og heilbrigði í gegnum þjálfun vissi ég að þetta væri rétta starfið fyrir mig. 

Ég er fæddur í Keflavík árið 1981 sem ungur drengur stundaði ég íþróttir að kappi, fyrst í körfubolta en svo lá leiðin í ólympíska hnefaleika sem áttu hug minn allan á uppvaxtar árum. Æfði ég og þjálfaði ólympíska hnefaleika í 10 ár samhliða námi og vinnu. Ég var Íslandsmeistari í Ólympískum hnefaleikum árið 2009 og valin Hnefaleikamaður ársins árið 2004. Eftir það lá leiðin í Crossfit/ funtional fitness þar sem ég æfði, keppti og þjálfari einstaklinga og lið með góðum árangri. Það má því segja að ég sé búin að stundað og þjálfa líkamsrækt í mismunandi formi í yfir 20 ár með góðum árangri. 

Mín helstu áhugamál eru útvist, hreyfing og hollt matarræði en skemmtilegast finnst mér að sinna þessum áhugamálum og kynna þau fyrir syni mínum sem er 9 ára áhugasamur íþróttastrákur. 

Menntun og starfsreynsla

Eins og áður hefur komið fram er ég með yfir 20 ára starfsreynslu í þjálfun einstaklinga. Ég er útskrifaður sem styrktar og þolþjálfari frá HR vorið 2023. Auk þess hef ég sótt mér fjöldan allan af námskeiðum til að styrkja hæfi mína sem þjálfara og má þar á meðal nefna, Crossfit Level 1, Crossfit Endurance, SRT Therapy, Plant Fed Gut, Slökun (Guðjón Bergmann), 3D Movement Class.

Í dag starfa ég sem sjálfstætt starfandi þjálfari hjá Arek functional fitness þar sem ég kenni hópatíma ásamt því að vera með mín eigin námskeið sem þið getið skoðað hér á þessari síðu. Einnig starfa ég sem styrktar- og þolþjálfari meistaraflokks Vals í handbolta í samvinnu við Óskar Bjarna Óskarsson og Björgvin Páll Gústafsson. 

Ég er mikill grúskari og lærdómsfús um málefni sem snúa að ástríðu minni sem er heilbrigði fólks og hreyfing og legg mig fram um að vera ávallt opin fyrir nýjum lærdómi sem getur bætt mig sem þjálfara. 

Ég er einnig með menntun frá Full Sail University í Computer Animation í Bandaríkjunum og vann meðal annars hjá Latabæ, CCP og við gerð Evrest myndarinnar samhliða þjálfun á tímabili. Árið 2016 tók ég hinsvegar ákvörðun um að setja allan minn metnað í það sem ég brenn fyrir mest - að aðstoða einstaklinga við að bæta sitt heilbrigði og hreysti. 


Þjálfunarfræði


Hvað er hagnýt þjálfun eða funtional movement?

Unnið er út frá hugmyndafræði funtional movement eða hagnýt þjálfun eins og það er kallað á íslensku en enska heitið er almennt þekkara. Hugmyndafræðin á bak við uppsetningu þjálfunarinnar er að leggja áhersla á að undirbúa líkamann fyrir raunverulegar hreyfingar og athafnir í daglegu lífi. Þar að segja að þjálfa vöðvana til að vinna saman og undirbúa þá fyrir dagleg verkefni með því að líkja eftir algengum hreyfingum sem þú gerir í daglegu lífi hvort sem um er að ræða heima, í vinnunni eða í íþróttum. Hreyfingar eins og að sitja, teygja sig, toga og lyfta verða auðveldari með hagnýtri líkamsrækt þar sem allir þessar hreyfingar eru samþættar inn í æfingaráætluninni.

Þú gætir til dæmis verið að lyfta meira en 400 kílóum í ræktinni, en þegar þú ferð að setja ferðatösku aftan í bílinn þinn beitir þú þér rangt sem veldur röngu átaki á bakið og meiðslum. Með hagnýtri þjálfun er leitast við að virkja og styrkja alla vöðvahópa líkamans, auka þol og úthald ásamt því að gæta að réttri líkamsbeitingu og liðleika, en þessir þættir eru lykilþættir í góðri heilsu og hreysti hvers einstaklings.