FMB&B - Box & Bjöllur
Skemmtileg námskeið þar sem blandað er saman box- & styrktaræfingum með það að markmiði að bæta úthald/þol, styrk & snerpu þátttakenda.
Box & styrkur er námskeið sem ég hef sérhannað og verður kennt í fyrsta sinn haustið 2023. Hugmyndin kemur til eftir mikla eftirspurn viðskiptavina sem hafa verið hjá mér í einkaþjálfun og kynnst því hvernig ég blanda bakgrunni mínum úr ólympískum hnefaleikum inn í þjálfun þeirra.
Á námskeiðinu er unnið er út frá hugmyndafræði funtional movement í bland við grunnþjálfun í ólympískum hnefaleikum. Um er að ræða námskeið þar sem 8-10 einstaklingar æfa saman undir leiðsögn þjálfara. Uppsetning æfinga er miðuð út frá að auka þrek og snerpu einstaklinga í hnefaleika æfingum og styrk með fjölbreyttum ketilbjöllum æfingum.
Á námskeiðinu legg ég mikla áherslu á vandaða leiðsögn og mikilvægi þess að kennslan sé skipulögð á skemmtilegan og fjölbreyttan hátt.

Tímasetningar námskeiða
Námskeiðið er sett upp sem 4 vikna námskeið þar sem kennt er tvisvar í viku í senn
- Fyrstu námskeiðin hefjast 11.sept til 4.okt. / 12.sept til 5.okt
Tvö námskeið eru í boði hverju sinni á eftirfarandi tímum:
- Þriðjudögum & fimmtudögum kl. 12:05-12:50
- Mánudögum & miðvikudögum kl. 16:15-17:00
Næstu námskeið
- 9.okt til 1.nóv / 10.okt til 2.nóv
- 6.nóv til 29.nóv / 7.nóv til 30.nóv
Ath. Möguleiki er á að fá þetta námskeið sér fyrir vinahópa þá á öðrum tímum heldur en uppsett námskeið eru. Vinsamlegast hafið þá samband í gegnum tölvupóst.
Verð og greiðslufyrirkomulag
- Verð á námskeiðinu er 19.900kr á mánuði
- Skráning fer fram í gengum skráningar hnapp hér á síðunni. Við sendum staðfestingu á plássi og í framhaldi er sendur reikningur í heimabanka viðkomandi (þangað til vinna við verslun síðunnar er lokið).
- Athugið á meðan skráning er ekki komin sjálfvirk í gengum verslun FMtraining er skráning með fyrirvara um laust pláss á námskeiðið. Við biðjumst velvirðingar á óþægindum sem þetta gæti valdið á meðan síðan er í vinnslu.