Sterkari60+


Taktu þátt í skemmtilegu og hagnýtu námskeiði sem hjálpar þér að styrkja líkama og bæta líðan á einfaldan og aðgengilegan hátt. Hér er allt sem þú þarft að vita um fyrirkomulagið.

Þjálfunin fer fram í snjallforriti sem hægt er að hlaða niður í síma, spjaldtölvu og tölvu.


Fyrirkomulag námskeiðsins:


  • Æfingar: 15-20 mínútur, þrisvar sinnum í viku. Einfaldar og áhrifaríkar æfingar sem hægt er að gera heima.
  • Búnaður: Einungis þarf litla teygju, langa teygju og ketilbjöllu (ef fólk á meiri búnað má að sjálfsögðu nota hann). 
  • Fræðsla: Stuttir og fræðandi þættir, tvisvar í viku, með hagnýtum ráðum um heilsu, næringu og vellíðan.
  • Lokaður Facebook hópur: Tengdu við aðra þátttakendur, deildu reynslu og fáðu innblástur og stuðning.
  • Hvatning og leiðsögn: Við höldum þér við efnið með reglulegum áminningum og jákvæðri hvatningu sem hjálpar þér að halda þig við markmið þín.




Styrktarþjálfun er fjárfesting í heilsu og vellíðan til framtíðar. Við mælum með að gera hana að venju í daglegu lífi. Þess vegna munum við bjóða þeim sem lokið hafa námskeiðinu áframhaldandi áskrift að appinu. Í þeirri áskrift verða þrjár leiddar styrktaræfingar á viku og mun hún kosta 5.900 kr.  ​




Hvernig æfingarnar eru skipulagðar:

  1. Upphitun: Byrjum á stuttri upphitun til að hita upp líkamann. Þú færð myndband fyrir hverja æfingu.
  2. Aðalþáttur: Aðalhluti æfinganna er leiddur í heild sinni og inniheldur lotuæfingar sem styrkja líkamann og bæta jafnvægið. Þú fylgir okkur í rauntíma þar sem við sýnum allar hreyfingarnar og gefum ráð á meðan. Þú getur alltaf tekið pásu ef þú þarft.
  3. Teygjur og liðkun: Við ljúkum með teygju- og liðkunaræfingum. Þú færð myndband fyrir hverja æfingu, sem hjálpa þér að auka hreyfanleika og draga úr vöðvaspennu.

Aðlögun: Ef þú vilt meiri áskorun getur þú bætt við fleiri lotum eftir þínum styrk og getu.

FRÁBÆRT NÁMSKEIÐ FYRIR FÓLK 60 ÁRA OG ELDRI SEM VILL TAKA HEILSUNA Á NÆSTA STIG

___________________________________

  • Fjögurra vikna fjarnámskeið

  • Þrjár styrktaræfingar á viku

  • Fræðsla

  • Stuðningur

Næsta námskeið byrjar 

20. janúar

___________________________________

Sérstakt janúartilboð 18.900 kr.