STERKARI60+
Næsta námskeið byrjar 20. janúar
___________________________________
FRÁBÆRT NÁMSKEIÐ FYRIR FÓLK 60 ÁRA OG ELDRI SEM VILL TAKA HEILSUNA Á NÆSTA STIG
___________________________________
Fjögurra vikna fjarnámskeið
Þrjár styrktaræfingar á viku
Fræðsla
- Stuðningur
___________________________________
Sérstakt janúartilboð 18.900 kr.
Skrá mig
ÞAÐ ER EKKI OF
SEINT AÐ VERÐA
HEILSUHRAUSTUR!
Aukin lífsgæði með reglulegri hreyfingu -náðu meiri virkni, styrk og sjálfstæði á efri árum.
Af hverju Sterkari60+?
____________________________________________________________________________
Í gegnum þjálfun okkar höfum við tekið eftir mjög jákvæðri breytingu á fólki sem stundað hefur reglulega styrktarþjálfun.
Okkur þykir ótrúlega gaman að sjá fólk vaxa áfram þó það sé komið á efri ár lífsins og þess vegna viljum við gefa fleira fólki tækifæri á að upplifa bætta heilsu með okkur í Sterkari60+.
Þegar við eldumst er hreyfing lykilatriði til að viðhalda lífsgæðum, styrk og jafnvægi

Sterkari60+
Þú lærir hvernig þú byggir upp styrk og þrek, eykur jafnvægi og bætir líkamsstöðu með fjölbreyttum æfingum sem eru við allra hæfi, óháð fyrri reynslu.
Sterkari60+ er hannað til að hjálpa fólki 60 ára og eldri að bæta líkamlega vellíðan með sérsniðnum æfingum sem stuðla að sjálfstæði, öryggi og ánægju í daglegu lífi.
Markviss styrktarþjálfun gegnir lykilhlutverki í að viðhalda beinþéttni og vöðvastyrk eldra fólks
Hvað býður Sterkari60+ upp á?

Æfingar
- Aðeins 15-20 mínútur þrisvar sinnum í viku.
- Tímasparandi og auðvelt að innleiða í daglega rútínu.
- Þú getur æft heima hjá þér, í þínum eigin takti.
- Einungis þarf eina ketilbjöllu og teygjur.

Fræðsla
- Fræðsla og stuðningur á meðan á námskeiðinu stendur.
- Stuttir fræðsluþættir um t.d. næringu, mikilvægi réttrar líkamsstöðu, af
hverju styrktarþjálfun er mikilvæg og hvernig við getum forðast byltur.

Árangur
- Fjögurra vikna námskeið sem byggir upp sterkan grunn fyrir áframhaldandi hreyfingu.
- Á meðan á námskeiðinu stendur lærir þú hvernig þú styrkir þig, eykur jafnvægi, byggir upp þrek og bætir líkamsstöðu með fjölbreyttum æfingum sem eru við allra hæfi, óháð fyrri reynslu.
Auðvelt, aðgengilegt og í þínum eigin takti!
Þjálfarar

Saadia Auður
Útskrifaðist sem íþróttafræðingur frá Háskólanum í Reykjavík árið 2015 og þjálfar nú hóptíma fyrir fólk 60 ára og eldri, auk almennra hóptíma, námskeiða og einkaþjálfunar.
Í þjálfun sinni leggur Saadia mesta áherslu á að fólk upplifi heilsurækt á jákvæðan og uppbyggilegan hátt, óháð líkamlegri getu, markmiðum eða öðrum þáttum.

Daníel
Hefur víðtæka reynslu sem þjálfari og hefur unnið með einstaklingum á öllum aldri. Hann er með diploma í styrktar- og þrekþjálfun frá Háskóla Reykjavíkur. Undanfarin ár hefur hann sérstaklega lagt áherslu á þjálfun fyrir fólk 60 ára og eldri, með framúrskarandi árangri.
Markmið Daníels í þjálfun er að hjálpa fólki að hreyfa sig rétt, byggja upp styrk og öðlast aukið sjálfstraust í daglegu lífi með markvissri styrktarþjálfun.
